Erlent

Mótmælendur brenndu bandaríska og breska fánann

Mynd/AP

Hundruðir Írana komu saman á götum Tehran í dag til að stuðnings Hizbollah skæruliðunum í átökunum gegn Ísrael og til að mótmæla aðgerðaleysi Breta og Bandaríkjamanna í átökunum. Þegar föstudagsbænunum var lokið hópaðist mannfjöldinn saman á götum borgarinnar og brenndu breska, bandaríska og ísraelska fánann. Hópurinn fór því næst að breska sendiráðinu þar sem grjóti og brennandi múrsteinum var kastað að sendiráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×