Erlent

Hætta á kjarnorkuslysi í Svíþjóð

Sænskur kjarnorkusérfræðingur fullyrðir að legið hafi við kjarnorkuslysi í Svíþjóð í vikunni þegar bilun varð í kjarnorkuveri norður af Stokkhólmi. Sænsk yfirvöld segja litla hættu hafa verið á slysi en þrátt fyrir það komu kjarnorkumálayfirvöld saman til neyðarfundar í gær. Slökkt hefur verið á helmingi kjarnaofna í landinu.

Slökkt var á tveimur kjarnaofnum í kjarnorkuveri í Ringhals suðaustur Svíþjóð í gær eftir að slökkt hafði verið á tveimur kjarnaofnum í kjarnorkuverinu í Oskarshamn í suðvestur Svíþjóð deginum áður. Það var gert eftir að talsmaður fyrirtækisins sem verið tilkynnti að ekki væri hægt að tryggja öryggi þar. Í síðustu viku fór rafmagn af hluta Forsmerkur norður af Stokkhólmi og brást þá vara rafall í kjarnorkuverinu þar og varð fyrir vikið að slökkva á einum kjarnaofninum. Þetta þýðir að fimm kjarnaofnar af tíu í Svíþjóð eru ekki virkir sem stendur.

Anders Jörle, upplýsingafulltrúi sænska kjarnorkueftirlitsins, segir að líkur hefðu verið á að það sama gæti gerst í öllum kjarnaopfnunum og því hafi verið slökkt á þeim eins og gera eigi. Hann segir ekki jafn mikla hættu hafa skapast og margir vilji vera láta.

Lars Olov Höglund, sérfræðingur í kjarnorkumálum, er ekki á sama máli. Hann segir þetta hafa farið nærri kjarnorkuslysi. Ákvarðanatakan þegar hætta steðjaði að hafi verið handahófskennd og rambað hafi verið á rétt. Illa hefði geta farið.

Svíar sem búa nálægt kjarnorkuverum eru ekki uggandi. Einn íbúa segist hafa vanist því að búa í 40 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuveri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×