Erlent

Sautján manns létust í átökum Ísraelshers og Líbanons í morgun

Átta óbreyttir borgarar létust í árásum Ísraelshers á Suður- Líbanon í morgun. Fimm manns létust og fjórir særðust þegar eldflaug Ísrealea hæfði íbúðarhús í þorpinu Ansar. Önnur eldflaug lenti á húsi í bænum Naquara við landamæri Ísrael með þeim afleyðingum að þrír létust og einn særðist. Hizbollah-liðar skutu fjölda eldflauga á bæji í norðurhluta Ísreals í morgun með þeim afleyðingum að níu manns létu lífið og níu særðust.

Í ályktunartillögu Bandaríkjamanna og Frakka er hvatt til þess að Hizbollah-skæruliðar og Ísraelsher hætti árásum sínum tafarlaust. Orðalag ályktunartillögunnar þykir fagnaðarefni fyrir Ísraelsmenn, en samkvæmt því hafa Ísraelar rétt á að verja sig og svara árásum Hizbollah. Hizbollah hefur hins vegar ekki slíkan rétt. Tillagan hefur verið lögð fyrir öryggisráðið og vonast er til að ályktunin verði samþykkt eftir fáeina daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×