Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun 6. ágúst 2006 18:24 Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira