Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar 6. ágúst 2006 18:57 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira