Marel kaupir danskan keppinaut 7. ágúst 2006 14:16 Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira