Erlent

Endurtalningar krafist

MYND/AP

Mörg þúsund stuðningsmenn mexíkóska vinstirmannsins Andres Manuel Lopez Obrador komu saman fyrir utan höfuðstöðvar kjörstjórnar í Mexíkó í gær til að krefjast endurtalningar í forsetakosningum þar í landi.

Lopez Obrador var í framboði í þeim kosningum og hefur krafist þess að atkvæði verði öll talin að nýju. Kjörstjórn hefur hins vegar úrskurðað að atkvæði frá níu prósent kjörstaða verði talin á ný.

Felipe Calderon, andstæðingur Lopez Obrador, hefur tæplega eins prósents forskot eftir að atkvæði voru talin fyrst. Lopez Obrador hefur sagt svik hafa verið í tafli. Stuðningsmenn hans hafa hótað aðgerðum verði ekki farið að óskum frambjóðandans og öll atkvæði talin að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×