Ekki frekari fjárfestingar í stóriðju 9. ágúst 2006 15:00 Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira