Enn deilt um orðalag ályktunar 11. ágúst 2006 12:30 Faðir við lík eiginkonu sinnar og sonar í úthverfi Beirút. MYND/AP Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira