Erlent

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í morgun.
John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í morgun. MYND/AP

Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu úr hættuástandi í viðbragðsstig. Hættuástand hefur verið í gildi frá því á fimmtudag þegar greint var frá því að tekist hefði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn sprengdu nokkrar flugvélar á leið yfir Atlantshafið í loft upp. John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, segir þó enn hættu á hryðjverkaárasum en hættan sé ekki yfirvofandi. Breytingin þýðir að reglur um handfarangur í flugi hafa verið rýmkaðar þannig að fólk má hafa með sér það allra nauðsynlegasta frá og með morgundeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×