Hjálpargögn farin að berast til S-Líbanons 14. ágúst 2006 12:00 Starfsmenn Rauða krossins í Líbanon standa við rústir húss í Beirút þar sem leitað er að látnu fólki eftir loftárásir. MYND/AP Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hjálpargögn eru farin að berast til Suður-Líbanons, nokkrum klukkustundum eftir að vopnahlé milli Ísraels og Líbanons tók gildi. Ekki geta þó allir íbúar á svæðinu snúið til síns heima strax og hjá mörgum virðist að fáu að hverfa. Vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða tók gildi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma eftir að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanons samþykktu í gær að fara að tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísraelska blaðið Haaretz hermir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafi fyrirskipa hernum að stöðva árásir sínar klukkan tvö að íslenskum í nótt en engu að síður stóðu loftárásir Ísraela yfir þar til klukkan var kortér í fimm í morgun. Fregnir bárust af því í morgun að einhverjar íraelskar hersveitir hefðu yfirgefið Suður-Líbanon en talsmenn hersins hafa ekki gefið upp hversu stór hluti það sé. Talið er að um 30 þúsund ísraelskir hermenn séu í Líbanon og ísraelsk yfirvöld segjast ekki munu draga herinn að fullu burt fyrr en alþjóðlegar friðargæslusveitir koma til Suður-Líbanons. Ekki er ljóst hvenær það verður. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðio það geta tekið mánuð en Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði Frakka og Ítala tilbúna að senda friðargæsluliða á vettvang, jafnvel innan viku. Menn virðast hóflega bjartsýnir varðandi vopnahléð enda stendur enn styrr um það innan ríkisstjórnar Líbanons og þá hafa Hizbollah-liðar ekki tjáð sig um það. Þá áskilja Ísraelar sér rétt til sjálfsvarnar ef Hizbolla-liðar virða ekki vopnahléð. Það kom í ljós í morgun þegar ísraelskir hermenn skutu Hizbollah-liða til bana þegar hann hóf að skjóta á þá. Hann er sá fyrsti sem deyr eftir að vopnahléð tók gildi. Hjálpargögn eru þegar farin að berast til Suður-Líbanons, bæði matur, lyf og tjöld enda er fólk sem flúði átökin þegar byrjað að streyma til síns heima og voru langar biðraðir á vegum inn í Beirút. Ljóst er þó að ekki komast allir heim strax því Ísraelar hafa banna bannað umferð á nokkrum stöðum í Suður-Líbanon af öryggisástæðum. En þótt fólk fái að snúa til síns heima á næstunni er fyrir marga að litlu að hverfa því algjör eyðilegging blasir við í suðurhlutanum eftir linnulitlar loftárásir í ríflega mánuð. Ljóst er að gríðarleg uppbygging bíður í Líbanon sem gæti tekið mörg ár. Alls er talið að yfir 1000 Líbanar og um 150 Ísraelar hafi fallið í átökunum sem staðið hafa frá 12. júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira