Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri 14. ágúst 2006 21:41 Mynd/AP Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða. Erlent Fréttir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði skæruliða sína hafa unnið hernaðarlega mikilvægan sigur á Ísraelum. Hann gangrýndi stjórnmálamenn í Líbanon sem hefðu byrjað að ræða um að afvopna Hizbollah áður en ísraelskir hermenn væru að fullu horfnir frá Suður-Líbanon. Nasrallah bætti því við að liðsmenn samtakanna ætluðu á morgun að hefja endurbyggingarstarf í Líbanon og reyna eftir fremsta megni að gera við hús sem hefðu eyðilagst í loftárásum Ísraela. Samtökin ætli auk þess að borga eigendum þeirra fimmtán þúsund heimila sem eyðilögðust í loftárásunum leigu til eins árs og kaupa fyrir það húsgögn. En það voru ekki bara Hizbollah-liðar sem hrósuðu sigri í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni á ísraelska þinginu í dag að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í kvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. En hver svo sem sigurvegarinn var þá er lángþráð vopnahlé í átökunum orðið að veruleika. Mörg þúsund Líbanar liggja í valnum, þorri þeirra saklausir borgarar. Hundrað fimmtíu og sjö Ísraelar hafa týnt lífi. Allt að níu hundruð þúsund Líbanar eru á vergangi og sunnan landamæranna hafa fimm hundruð þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. Tjón á eignum í Líbanon er metið á hundrað sjötíu og átta milljarða króna og tjón í Ísrael er metið á sjötíu og átta milljarða.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira