Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot 15. ágúst 2006 19:00 Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. Hálfur annar sólarhringur er liðinn frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah gekk í gildi og enn sem komið hefur friðurinn að mestu haldist. Búist er við að fjölmennt líbanskt herlið verði komið til suðurhluta landsins á fimmtudaginn og við það fara ísraelskir hermenn að draga sig smám saman suður yfir landamærin. Sá fjórðungur Líbana sem orðið hefur að yfirgefa heimili sín vegna átakanna er óðum að snúa aftur og reyna að koma lífi sínu í samt lag. Margir hafa þó ekki að neinu að hverfa því sprengjur Ísraela hafa jafnað heilu þorpin við jörðu. Verst er ástandið á þeim stöðum í suðurhluta landsins þar sem ísraelsk stjórnvöld telja að Hizbollah hafi haft bækistöðvar sínar, þar er eyðileggingin algjör. Líbanska þjóðin virðist enn eina ferðina hafa orðið leiksoppur í valdatafli stórveldanna. Bandaríkjamenn studdu Ísraela með ráðum og dáð og Sýrlendingar, ásamt Írönum, eru sterkasti bakhjarl Hizbollah-samtakanna. Bashir Assad Sýrlandsforseti tjáði sig í fyrsta sinn um átökin í dag, sigri hrósandi. Assad sagði Hizbollah hafa háð stórfenglegar orrustu og bætti því við að þrátt fyrir að áform Bandaríkjanna um Mið-Austurlönd væru runnin út í sandinn þá væri friðar ekki að vænta á svæðinu á meðan núverandi valdhafar í Washington réðu þar ríkjum. Vera má að sitthvað sé til í því en þá ber að hafa í huga um leið að ráðsherrarnir í Damaskus teljast tæplega til friðflytjenda fyrir botni Miðjarðarhafs og geta því varla firrt sig ábyrgð á hildarleik undanfarinna vikna. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar. Hálfur annar sólarhringur er liðinn frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah gekk í gildi og enn sem komið hefur friðurinn að mestu haldist. Búist er við að fjölmennt líbanskt herlið verði komið til suðurhluta landsins á fimmtudaginn og við það fara ísraelskir hermenn að draga sig smám saman suður yfir landamærin. Sá fjórðungur Líbana sem orðið hefur að yfirgefa heimili sín vegna átakanna er óðum að snúa aftur og reyna að koma lífi sínu í samt lag. Margir hafa þó ekki að neinu að hverfa því sprengjur Ísraela hafa jafnað heilu þorpin við jörðu. Verst er ástandið á þeim stöðum í suðurhluta landsins þar sem ísraelsk stjórnvöld telja að Hizbollah hafi haft bækistöðvar sínar, þar er eyðileggingin algjör. Líbanska þjóðin virðist enn eina ferðina hafa orðið leiksoppur í valdatafli stórveldanna. Bandaríkjamenn studdu Ísraela með ráðum og dáð og Sýrlendingar, ásamt Írönum, eru sterkasti bakhjarl Hizbollah-samtakanna. Bashir Assad Sýrlandsforseti tjáði sig í fyrsta sinn um átökin í dag, sigri hrósandi. Assad sagði Hizbollah hafa háð stórfenglegar orrustu og bætti því við að þrátt fyrir að áform Bandaríkjanna um Mið-Austurlönd væru runnin út í sandinn þá væri friðar ekki að vænta á svæðinu á meðan núverandi valdhafar í Washington réðu þar ríkjum. Vera má að sitthvað sé til í því en þá ber að hafa í huga um leið að ráðsherrarnir í Damaskus teljast tæplega til friðflytjenda fyrir botni Miðjarðarhafs og geta því varla firrt sig ábyrgð á hildarleik undanfarinna vikna.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira