Erlent

Vonast til að senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon

Mynd/AP
Vonast er til að hægt verði að senda allt að þrjú þúsund og fimm hundruð friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna til Líbanon á næstu tíu til fimmtán dögum. Þetta sagði háttsettur fulltrúi á vegum friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Þetta er þó sagt velta á því hvort Frakkar senda fjölmennan hóp hermanna til landsins sem verði meginstoð gæsluliðsins. Samkvæmt vopnahlés ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, vegna átaka Ísraela og Hizbollah-skæruliða í Suður-Líbanon, leggja Sameinuðu þjóðirnar til fimmtán þúsund manna herlið sem mun styðja við líbanska hermenn á svæðinu. Bandarísk stjórnvöld hafa hvatt Sameinuðu þjóðirnar til að hraða áætlunargerð sinni svo hægt verði að koma friðargæsluliðum á vettvang fyrr en síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×