Erlent

Morðið á JonBenet upplýst

John Mark Kerr var handtekinn á Tælandi.
John Mark Kerr var handtekinn á Tælandi. MYND/AP

Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum.

Morðið á JonBenet Ramsey vakti mikla athygli á sínum tíma ekki síst fyrir þær sakir að litla stúlkan hafiði nýlega verið kjörinn fegurðardrottning sem haldin var fyrir börn. Slíkar fegurðarsamkeppnir hafa verið harðlega gagnrýndar og enn frekar eftir að litla stúlkan fannst myrt á heimili sínu.

Foreldrar stúlkunnar sættu harðri gagnrýni fyrir að hafa att dóttur sinni út í slíkar keppnir og hafa margir sem komið hafa að málinu sagt að þeirra hlut í málinu hefði átt að rannsaka mun betur.

Sá sem handtekinn var í nótt er 41 árs og ber hann nafnið John Mark Karr hann sem kennari þegar morðið var framið. Grunur leikur einnig á um að Karr hafi misnotað börn í Taílandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×