Erlent

Bankaræningi tekin höndum

Lögreglan í Portúgal handtók í fyrradag mann sem tók annan mann í gíslingu þegar sá fyrri reyndi að ræna banka í Almada, úthverfi Lissabon. Manninum, sem er starfsmaður bankans, var sleppt úr gíslingu eftir að lögregla skarst í leikinn. Ekki liggur fyrir hvernig lögregla fékk gíslatökumanninn til að láta manninn lausann. Látið var til skarar skríða eftir að erfiðlega hafði gengið að semja um lausn mannsins. Umsátrið stóð í þrjár klukkustundir og var nágrenni bankans girt af á meðan reynt var að semja við bankaræningjann. Bankinn sem hér um ræðir hefur verið rændur fjórum sinnum áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×