Fjölbreytt dagskrá 25. ágúst 2006 11:30 Fjórða alþjóðlega Tangóhátíð Kramhússins og Tangófélagsins, TANGO on ICEland verður haldin 31. ágúst - 3. sept. Hátíðin fer fram í Kramhúsinu, Iðnó, Þjóðleikhúskjallaranum og Bláa lóninu. Sem fyrr er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og tilvalin leið fyrir reynda sem óreynda að kynna sér heim tangósins. Það geta allir notið þess að koma, sjá og heyra þó svo dansinn sé ekki stiginn. Hátíðin hefst með glæsibrag í Iðnó á fimmtudagskvöldið 31. ágúst kl 21.00. Þá mun Carlos Quilici bandoneonleikari og Javier Fioramonti gítarleikari frá Argentínu leika fyrir dansi og allir kennarar hátíðarinnar verða með danssýningu. Opnunarhátíðin er að vanda stórglæsileg og algjört konfekt fyrir þá sem vilja gleðja augu og eyru. Aðalatriði hátíðarinnar er að sjálfsögðu námskeiðin sem haldin verða í Kramhúsinu og Iðnó bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Kennarar eru Cecilia Gonzalez, Donato Juarez, Pablo Inza og Moira Castellano frá Argentínu og Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya frá Íslandi (þess má geta að nú eru Bryndís og Hany, sem eru íslensku tangófólki að góðu kunn, farin að ferðast um heiminn og kenna á tangóhátíðum.) Það er því óhætt að segja að hér gefst tangóunnendum tækifæri til að læra af bestu kennurum sem völ er á. Skráning á námskeiðin er á www.tango.is. Í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudagskvöldið kl 21.00 mun bandoneonleikarinnn og tangótónskáldið Carlos Quilici kynna sögu tangótónlistar í tali og tónum undir titilinum "The evolution of the Tango Orcherstra" og á eftir verður tangóDJ og dansarinn Riku Kotrianta frá Svíðþjóð við diskótekið. Á laugardagskvöld kl 22.00 - 03.00 leikur hið vinsæla trío Tango Platense fyrir dansi í Iðnó og um miðnætti munu Pablo Inza og Moira Castellano sýna en þau eru meðal þekktustu tangódönsurum frá Argentínu. Lokakvöldið verður í Bláa lóninu þar sem þátttakendur geta slakað á lóninu eftir mikla dansdaga og nætur, fengið sér góðan mat og dansað á eftir við velvalda tónlist DJ Riku í veitingahúsinu Bláa lónið. Cecilia Gonzalez og Donato Juarez munu einnig sýna þar um kvöldið. Lokakvöldið er skipulagt í samvinnu við Tangófélagið í Reykjanesbæ og Ljósanótt. Hátíðin er opin öllum og miðasala fyrir kvöldviðburði hefst kl. 20:00 á viðkomandi stað. Við viljum benda fólki á tímanlega mætingu þar sem uppselt hefur verið á kvöldviðburði undanfarin ár. Þeir sem skrá sig á námskeið fá þátttökukort sem gildir á alla viðburði og námskeið hátíðarinnar. Upplýsingar um hátíðina eru veittar í Kramhúsinu og á www.tango.is Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Fjórða alþjóðlega Tangóhátíð Kramhússins og Tangófélagsins, TANGO on ICEland verður haldin 31. ágúst - 3. sept. Hátíðin fer fram í Kramhúsinu, Iðnó, Þjóðleikhúskjallaranum og Bláa lóninu. Sem fyrr er dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og tilvalin leið fyrir reynda sem óreynda að kynna sér heim tangósins. Það geta allir notið þess að koma, sjá og heyra þó svo dansinn sé ekki stiginn. Hátíðin hefst með glæsibrag í Iðnó á fimmtudagskvöldið 31. ágúst kl 21.00. Þá mun Carlos Quilici bandoneonleikari og Javier Fioramonti gítarleikari frá Argentínu leika fyrir dansi og allir kennarar hátíðarinnar verða með danssýningu. Opnunarhátíðin er að vanda stórglæsileg og algjört konfekt fyrir þá sem vilja gleðja augu og eyru. Aðalatriði hátíðarinnar er að sjálfsögðu námskeiðin sem haldin verða í Kramhúsinu og Iðnó bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Kennarar eru Cecilia Gonzalez, Donato Juarez, Pablo Inza og Moira Castellano frá Argentínu og Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya frá Íslandi (þess má geta að nú eru Bryndís og Hany, sem eru íslensku tangófólki að góðu kunn, farin að ferðast um heiminn og kenna á tangóhátíðum.) Það er því óhætt að segja að hér gefst tangóunnendum tækifæri til að læra af bestu kennurum sem völ er á. Skráning á námskeiðin er á www.tango.is. Í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudagskvöldið kl 21.00 mun bandoneonleikarinnn og tangótónskáldið Carlos Quilici kynna sögu tangótónlistar í tali og tónum undir titilinum "The evolution of the Tango Orcherstra" og á eftir verður tangóDJ og dansarinn Riku Kotrianta frá Svíðþjóð við diskótekið. Á laugardagskvöld kl 22.00 - 03.00 leikur hið vinsæla trío Tango Platense fyrir dansi í Iðnó og um miðnætti munu Pablo Inza og Moira Castellano sýna en þau eru meðal þekktustu tangódönsurum frá Argentínu. Lokakvöldið verður í Bláa lóninu þar sem þátttakendur geta slakað á lóninu eftir mikla dansdaga og nætur, fengið sér góðan mat og dansað á eftir við velvalda tónlist DJ Riku í veitingahúsinu Bláa lónið. Cecilia Gonzalez og Donato Juarez munu einnig sýna þar um kvöldið. Lokakvöldið er skipulagt í samvinnu við Tangófélagið í Reykjanesbæ og Ljósanótt. Hátíðin er opin öllum og miðasala fyrir kvöldviðburði hefst kl. 20:00 á viðkomandi stað. Við viljum benda fólki á tímanlega mætingu þar sem uppselt hefur verið á kvöldviðburði undanfarin ár. Þeir sem skrá sig á námskeið fá þátttökukort sem gildir á alla viðburði og námskeið hátíðarinnar. Upplýsingar um hátíðina eru veittar í Kramhúsinu og á www.tango.is
Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira