Viðskipti innlent

Hagnaður hjá Byggðastofnun

Byggðastofnun.
Byggðastofnun. Mynd/Vilhelm

Byggðastofnun skilaði 194 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári en þá tapaði stofnunin 40 milljónum króna.

Í tilkynningu Byggðastofnunar til Kauphallar Íslands kemur fram að hreinar vaxtatekjur hafi verið neikvæðar um tæpar 49,3 milljónir króna miðað við jákvæðar hreinar vaxtatekjur upp á 184 milljónir á sama tímabili 2005.

Rekstrartekjur að meðtöldum gengishagnaði námu tæpum 699,6 milljónum króna en rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár námu tæpum 456,3 milljónum króna.

Framlög í afskriftarreikning útlána og niðurfært hlutafé nam 247 milljónum króna.

Eigið fé Byggðastofnunar nam rúmum 1,2 milljörðum króna eða 9,63 prósentum af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 8,91 prósent en samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma ekki fara niður fyrir 8 prósent af áhættugrunni.

Útlán 30. júní 2006 námu 9,6 milljörðum króna og hafa þau hækkað um 611,4 milljónir frá lokum síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×