Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis 26. ágúst 2006 12:26 "Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Kristinn H. Gunnarsson sagði það sitja mjög í sér að upplýsingum sem fram koma í greinargerð Gríms Björnssonar skyldi hafa verið haldið frá Alþingi við meðferð málsins á sínum tíma. "Það situr ansi mikið í mér að upplýsingum hafi verið leynt fyrir Alþingi. Upplýsingar sem komu fram, voru teknar fyrir með formlegum hætti inni í stjórnkerfinu og voru stimplaðar sem trúnaðarmál. Það situr mjög í mér vegna þess að það er því aðeins gert til þess að koma í veg fyrir að við sjáum þetta, sem eigum svo á endanum að greiða atkvæði um lögin og bera ábyrgð á málinu," sagði Kristinn. Hann sagði ráðherra ekki geta tekið sér það vald í hendur að skammta upplýsingar í þingið. "Þingið sjálft verður að vega og meta hlutina. Og við sem erum þingmenn erum alveg jafndómbærir til þess að vega og meta þessar upplýsingar og fjalla um þær með eðlilegum hætti eins og ráðherrar," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður Fréttavikunnar spurði þá, "er þetta það alvarlegt að ráðherra í svona stöðu sé ekki sætt?" "Það getur komið til þess, af því að þetta er svo stórt mál - 100 milljarða mál. Og menn verða að sýna þinginu fullkomið traust og trúnað í þessum efnum. Það er ekki annað hægt," savaraði Kristinn H. Gunnarsson. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Umhverfismál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
"Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Kristinn H. Gunnarsson sagði það sitja mjög í sér að upplýsingum sem fram koma í greinargerð Gríms Björnssonar skyldi hafa verið haldið frá Alþingi við meðferð málsins á sínum tíma. "Það situr ansi mikið í mér að upplýsingum hafi verið leynt fyrir Alþingi. Upplýsingar sem komu fram, voru teknar fyrir með formlegum hætti inni í stjórnkerfinu og voru stimplaðar sem trúnaðarmál. Það situr mjög í mér vegna þess að það er því aðeins gert til þess að koma í veg fyrir að við sjáum þetta, sem eigum svo á endanum að greiða atkvæði um lögin og bera ábyrgð á málinu," sagði Kristinn. Hann sagði ráðherra ekki geta tekið sér það vald í hendur að skammta upplýsingar í þingið. "Þingið sjálft verður að vega og meta hlutina. Og við sem erum þingmenn erum alveg jafndómbærir til þess að vega og meta þessar upplýsingar og fjalla um þær með eðlilegum hætti eins og ráðherrar," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður Fréttavikunnar spurði þá, "er þetta það alvarlegt að ráðherra í svona stöðu sé ekki sætt?" "Það getur komið til þess, af því að þetta er svo stórt mál - 100 milljarða mál. Og menn verða að sýna þinginu fullkomið traust og trúnað í þessum efnum. Það er ekki annað hægt," savaraði Kristinn H. Gunnarsson.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Umhverfismál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira