Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. desember 2025 20:39 Ársæll Guðmundsson hefur verið skólameistari Borgarholtsskóla í nær áratug. Vísir/Sammi Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara hefur verið í algleymingi frá því að greint var frá því í gær að starf hans yrði auglýst laust til umsóknar á næsta ári. Ársæll hefur starfað í menntakerfinu í fjóra áratugi og sagði ævistarfinu litla virðingu sýnda með þessari ákvörðun og sömuleiðis því að ráðherra sjálfur hafi ekki séð sér fært að vera viðstaddur fundinn þar sem það var tilkynnt. Rök ráðherra haldi engu vatni Líkt og greint hefur verið frá tekur Ársæll rökstuðningi stjórnvalda um að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi fyrirhugaðra kerfisbreytinga ekki trúlegum. Sjá einnig: Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ „Ráðherra sagði bara í dag að hann væri ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað hann ætlaði að gera. Ráðuneytið sagði við Skólameistarafélagafélagið fyrir tveimur dögum að það væri engin stefna í ráðuneytinu um endurskipun skólameistara. Svo segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sem segir eitthvað allt annað,“ segir Ársæll. „Þetta stenst engan veginn [...] Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir. Þessar skýringar halda engan veginn. Þær eru óskiljanlegar,“ segir hann svo. Sjá einnig: Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Hann segir um eftiráskýringar að ræða. „Þetta stenst engan veginn. Hins vegar hef ég sagt að þegar ég fékk þessi skilaboð frá starfsfólki ráðuneytisins, ekki einu sinni ráðherra, um að það eigi að auglýsa stöðu mína án nokkurra skýringa. Fyrst var bara sagt að ráðherra megi gera þetta, síðan er farið að tala um að það séu fyrirhugaðar einhverjar kerfisbreytingar sem eru nú ekki komnar lengra í vinnu að það veit enginn hvað það þýðir,“ segir hann. Gagnrýni á stjórnvöld að baki ákvörðuninni Ársæll segir þrjár ástæður liggja ákvörðuninni að baki. Skómálið svokallaða en Inga Sæland félagsmálaráðherra heldur því fram að barnabarn sitt hafi hætt í Borgarholtsskóla vegna þess. Því neitar Ársæll staðfastlega og segir það skráð á bækur skólans. Þá hafi hann einnig verið í hópi skólameistara sem gagnrýndu innleiðingu nýs stjórnsýslustig og samhliða því sviptingu skólameistara á fjárræði og mannaforráðum. Sömuleiðis hafi hann gagnrýnt harkalega stefnuleysi stjórnvalda og menntamálayfirvlada í málefnum fatlaðra framhaldsskólanema. Hann hafi safnað gögnum um innritum nemenda á sérnámsbrautum. Innritunin árið 2024 hafi gengið illa og kallaði Ársæll eftir aðgerðum. Þrátt fyrir þetta segist Ársæll glaður halda störfum sínum áfram. „Ég á frábæran vinnustað í Borgarholtsskóla og ef ráðherra dregur þessa ákvörðun sína til baka mun ég að sjálfsögðu halda áfram að starfa við þennan frábæra skóla,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira