Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi 28. ágúst 2006 08:12 Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Það var snemma í gærkvöldi sem fjarstýrð sprengja sprakk nálægt skrifstofu ríkisstjóra í Istanbúl. Sex særðust í sprengjuárásinni en enginn hefur lýst henni á hendur sér en grunur leikur á að skæruliðar Kúrda standi að baki árásinni. Þeir hafa barist fyrir sjálfsstjórn í suð-austur hluta Tyrklands síðan árið 1984 en Kúrdar eru þar í meirihluta. Rúmlega þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fallið í þeim átökum síðan þau hófust. Það var svo um klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma, sem fyrsta sprengjan af þremur sprakk á erilsömu stærti um tvö hundruð metra frá Fidan-hótelinu sem er einn vinsælasti gististaður Íslendinga á þessum ört vaxandi ferðamannastað. Atli Már Gylfason var staddur á hótelinu þegar fyrsta sprengjan sprakk og þaut út á svalir og sá þá að lítill strætisvagn hafði sprungið. Í fyrstu var sagt að gassprenging hefði orðið en þegar hinar sprengjurnar tvær höfðusprungið var þá greint frá því að um sprengjuárás hefði verið að ræða. Enginn hefur enn sem komið er lýst sprengingunum á hendur sér. Talið er að tuttugu og einn hafi slasast, tíu breskir ferðamenn og ellefu Tyrkir. Engan Íslending sakaði í sprengingunum en Atli Már segir um þrjú hundruð Íslendinga á Marmaris og í nærliggjandi bæ á um fimmtán hótelum. Atli Már segir Íslendingum á Marmaris brugðið. Þeir séu vanir að sjá eitthvað þessu líkt í sjónvarpi en eigi ekki von á að vera svona nálægt voðaverki sem þessu. Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Það var snemma í gærkvöldi sem fjarstýrð sprengja sprakk nálægt skrifstofu ríkisstjóra í Istanbúl. Sex særðust í sprengjuárásinni en enginn hefur lýst henni á hendur sér en grunur leikur á að skæruliðar Kúrda standi að baki árásinni. Þeir hafa barist fyrir sjálfsstjórn í suð-austur hluta Tyrklands síðan árið 1984 en Kúrdar eru þar í meirihluta. Rúmlega þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fallið í þeim átökum síðan þau hófust. Það var svo um klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma, sem fyrsta sprengjan af þremur sprakk á erilsömu stærti um tvö hundruð metra frá Fidan-hótelinu sem er einn vinsælasti gististaður Íslendinga á þessum ört vaxandi ferðamannastað. Atli Már Gylfason var staddur á hótelinu þegar fyrsta sprengjan sprakk og þaut út á svalir og sá þá að lítill strætisvagn hafði sprungið. Í fyrstu var sagt að gassprenging hefði orðið en þegar hinar sprengjurnar tvær höfðusprungið var þá greint frá því að um sprengjuárás hefði verið að ræða. Enginn hefur enn sem komið er lýst sprengingunum á hendur sér. Talið er að tuttugu og einn hafi slasast, tíu breskir ferðamenn og ellefu Tyrkir. Engan Íslending sakaði í sprengingunum en Atli Már segir um þrjú hundruð Íslendinga á Marmaris og í nærliggjandi bæ á um fimmtán hótelum. Atli Már segir Íslendingum á Marmaris brugðið. Þeir séu vanir að sjá eitthvað þessu líkt í sjónvarpi en eigi ekki von á að vera svona nálægt voðaverki sem þessu.
Erlent Fréttir Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira