Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon 28. ágúst 2006 15:18 Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah MYND/AP Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela. Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela.
Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira