Viðskipti innlent

Verðbólgan næstmest á Íslandi

Reykjavík.
Reykjavík.

Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt útreikningum OECD hækkaði verðbólgan innan aðildarríkja OECD um 0,1 prósent á milli mánaða. Verðbólgan er næstmest á Íslandi.

Vísitalan hækkaði um 14,3 prósent á ársgrundvelli í júlí en stóð í 16,1 prósenti í júní. Sé matvara tekin inn í mælinguna hækkaði vísitalan um 2 prósent í júlí, sem er 0,2 prósentum meira en í júní. Ef matvæli og raforka undanskilin útreikningunum hækkaði vísitala neysluverðs um 2,2 prósent á ársgrundvelli í júí sem er 0,1 prósentustigi meira en í mánuðinum á undan.

Verðbólga mældist næsthæst hér á landi eða 8,4 prósent á sama tímabili en var 12,2 prósent í Tyrklandi, sem var mesta verðbólgan innan OECD.

Minnsta verðbólgan mældist í Japan eða 0,8 prósent, samkvæmt útreikningi OECD. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×