Sjálfsvígsárás í Afganistan 29. ágúst 2006 18:29 Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Árásin var gerð þannig að maður ók upp að bílalest NATO og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Auk árásarmannsins dó óbreyttur borgari og tveir særðust. Á fjórum mánuðum hafa sextán hundruð manns fallið í átökum í Afganistan - aðallega talibanar en líka vestrænir hermenn, óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn. Uppreisnarmenn hafa gert sextíu og fjórar sjálfsvígsárásir það sem af er árinu. Í gær létust sautján manns við svipaðar aðstæður og eins og oftar þá voru það óbreyttir borgarar sem létu lífið. Helstu vígi talibana eru á svæðum Pastúna, sem búa í suðurhluta landsins og meðfram landamærunum við Pakistan, og eru tæplega helmingur íbúa þess. Nú eru Bandaríkjamenn að fækka í herjum sínum á þessum svæðum og Atlantshafsbandalagið að taka við hlutverki þeirra. Eftir fimm ára stríð hafa árásir uppreisnarmanna aldrei verið fleiri og skæðari. Vonir standa til að hernaður undir merkjum NATO verði árangursríkari en ekki er alveg ljóst á hverju þær vonir eru byggðar. NATO-herirnir ætla að leggja meiri rækt við samskiptin við heimamenn. Hamid Karzai forseti Afganistans hefur verið gagnrýninn á fjölþjóðaliðið undanfarin tvö ár. Hann segir að miklu meira fé þurfi að verja til þess að efla lögreglu og her landsins því á endanum verði afganska stjórnin sjálf að ráða niðurlögum talibana. Erlent Fréttir Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Árásin var gerð þannig að maður ók upp að bílalest NATO og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Auk árásarmannsins dó óbreyttur borgari og tveir særðust. Á fjórum mánuðum hafa sextán hundruð manns fallið í átökum í Afganistan - aðallega talibanar en líka vestrænir hermenn, óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn. Uppreisnarmenn hafa gert sextíu og fjórar sjálfsvígsárásir það sem af er árinu. Í gær létust sautján manns við svipaðar aðstæður og eins og oftar þá voru það óbreyttir borgarar sem létu lífið. Helstu vígi talibana eru á svæðum Pastúna, sem búa í suðurhluta landsins og meðfram landamærunum við Pakistan, og eru tæplega helmingur íbúa þess. Nú eru Bandaríkjamenn að fækka í herjum sínum á þessum svæðum og Atlantshafsbandalagið að taka við hlutverki þeirra. Eftir fimm ára stríð hafa árásir uppreisnarmanna aldrei verið fleiri og skæðari. Vonir standa til að hernaður undir merkjum NATO verði árangursríkari en ekki er alveg ljóst á hverju þær vonir eru byggðar. NATO-herirnir ætla að leggja meiri rækt við samskiptin við heimamenn. Hamid Karzai forseti Afganistans hefur verið gagnrýninn á fjölþjóðaliðið undanfarin tvö ár. Hann segir að miklu meira fé þurfi að verja til þess að efla lögreglu og her landsins því á endanum verði afganska stjórnin sjálf að ráða niðurlögum talibana.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira