Vilja breyta lögum ef þörf er á 12. september 2006 18:48 Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Bragi hélt því fram í Pressunni á NFS á sunnudag að kynferðisbrotamál gegn börnum hefðu spillst fyrir dómi af því skýrslutaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki í Barnahúsi. Ennfremur telur að lagabreyting árið 1999 hafi verið afturför fyrir málaflokkinn en með því var frumskýrslutaka af börnunum gerð að dómsathöfn - sem þýðir að sakborningur getur verið viðstaddur. Þingmenn Samfylkingar í allsherjarnefnd hafa beðið um fund í nefndinni til að ræða þessa alvarlegu gagnrýni, og segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar að breyta þurfi lögunum ef þau vinni gegn hagsmnunum barnanna. Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur telur að skýrslutaka í Héraðsdómi sé fagleg og hafi allir aðilar sem að málum koma lokið lofsorði á hana. Helgi telur að gagnrýni Braga sé ekki málaflokknum til hagsbóta. Bragi gagnrýndi að tveir nýlegir dómar hefðu misfarist vegna þess að skýrslutaka í Héraðsdómi hefði verið ábótavant. Helgi segir að aðfinnslu hafi verið gerðar - og haft að hluta til áhrif til sýknu en bendir á að ámóta gagnrýni hafi komið fram í Hæstarétti á yfirheyrslu í Barnahúsi. Helgi tekur fram að aðstaðan í Héraðsdómi sé hlutalus vettvangur og umdeilt sé að sama megi segja um Barnahús. Aðspurður hvort aðrir Héraðsdómar væru þá að nota vettvang sem ekki teldist hlutlaus segir Helgi að notkun annara dómstóla á Barnahúsi sé ekki hafin yfir gagnrýni. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Bragi hélt því fram í Pressunni á NFS á sunnudag að kynferðisbrotamál gegn börnum hefðu spillst fyrir dómi af því skýrslutaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur en ekki í Barnahúsi. Ennfremur telur að lagabreyting árið 1999 hafi verið afturför fyrir málaflokkinn en með því var frumskýrslutaka af börnunum gerð að dómsathöfn - sem þýðir að sakborningur getur verið viðstaddur. Þingmenn Samfylkingar í allsherjarnefnd hafa beðið um fund í nefndinni til að ræða þessa alvarlegu gagnrýni, og segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar að breyta þurfi lögunum ef þau vinni gegn hagsmnunum barnanna. Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur telur að skýrslutaka í Héraðsdómi sé fagleg og hafi allir aðilar sem að málum koma lokið lofsorði á hana. Helgi telur að gagnrýni Braga sé ekki málaflokknum til hagsbóta. Bragi gagnrýndi að tveir nýlegir dómar hefðu misfarist vegna þess að skýrslutaka í Héraðsdómi hefði verið ábótavant. Helgi segir að aðfinnslu hafi verið gerðar - og haft að hluta til áhrif til sýknu en bendir á að ámóta gagnrýni hafi komið fram í Hæstarétti á yfirheyrslu í Barnahúsi. Helgi tekur fram að aðstaðan í Héraðsdómi sé hlutalus vettvangur og umdeilt sé að sama megi segja um Barnahús. Aðspurður hvort aðrir Héraðsdómar væru þá að nota vettvang sem ekki teldist hlutlaus segir Helgi að notkun annara dómstóla á Barnahúsi sé ekki hafin yfir gagnrýni.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira