Sport

Menn þora ekki að spila fótbolta

Teitur Þórðarson vill fjölga liðum í efstu deild svo liðin þori að spila meiri sóknarbolta
Teitur Þórðarson vill fjölga liðum í efstu deild svo liðin þori að spila meiri sóknarbolta Mynd/Vilhelm

Teitur Þórðarson segir það agjört lykilatriði fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu að fjölga liðum í efstu deild. Í samtali við Þorstein Gunnarsson á NFS í kvöld sagði Teitur að vegna þess hve fá lið séu í Landsbankadeildinni, sé hver leikur það mikilvægur að liðin þori einfaldlega ekki að spila fótbolta.

Teitur er nú á sínu fyrsta ári með KR hér heima eftir að hafa þjálfað erlendis í nokkur ár. Hann segist þó nokkuð sáttur við þá knattspyrnu sem spiluð hafi verið í Landsbankadeildinni í sumar.

"Keppnin í sumar hefur fyrst og fremst verið jöfn, en gæði knattspyrnunnar hafa verið nokkuð góð og ég hef séð fjölda leikja þar sem hefur verið spilaður mjög fínn bolti. Mér finnst samt orðið allt of mikið um varnarbolta í deildinni, því liðin eru fá og tímabilið stutt, sem þýðir að hver leikur er svo mikilvægur að liðin þora hreinlega ekki að spila fótbolta. Það er því algjört lykilatriði fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu að lengja tímabilið og fjölga leikjunum," sagði Teitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×