Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 21. september 2006 12:15 Mynd/Vilhelm Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta steypuvinnan við Kárahnjúkavirkjun hófst 5. september árið 2002 þegar starfsmenn Malarvinnslunnar hf. á Egilsstöðum steyptu millistöpul undir nýja brú á Jökulsá á Dal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frágangur við Kárahnjúkastíflu verður að mestu lokið um áramótin og Sauðárstífla og Desjárstífla verða fullkláraðar nú á haustmánuðum. Engu að síður verður hægt að byrja að fylla Hálslón í næstu viku. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rennslið í Jökulsá á Dal hafi verið of mikið þessa vikuna en rennslið þurfi að vera í ákveðnu lágmarki svo hægt sé að loka fyrir það, því stefnt er að því að fylla lónið eins hægt og kostur er. Hálslón verður í heild sinni um 57 ferkílómetrar að stærð. Lónið verður langt og mjótt að lögun eða um 25 kílómetra langt og að meðaltali rúmlega tveggja kílómetra breitt. Yfirborð lónsins mun hækka hlutfallslega hvað mest nú í haust vegna þess hversu flatarmál lónsins er lítið næst stíflunni en þar er mesta dýpi lónsins, um 170 metrar. Lítið vatn mun renna í lónið yfir háveturinn en rennslið mun svo aukast aftur um leið og snjó leysir í vor. Framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu lýkur að fullu í vor en þá verður lagður vegur yfir stífluna fyrir almenning. Þá er er nú þegar kominn vegur austanmegin við stífluna meðfram lónbotninum sem opinn almenningi. Ráðgert er að afhending orku úr Kárahnjúkavirkjun hefjist næsta vor. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta steypuvinnan við Kárahnjúkavirkjun hófst 5. september árið 2002 þegar starfsmenn Malarvinnslunnar hf. á Egilsstöðum steyptu millistöpul undir nýja brú á Jökulsá á Dal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frágangur við Kárahnjúkastíflu verður að mestu lokið um áramótin og Sauðárstífla og Desjárstífla verða fullkláraðar nú á haustmánuðum. Engu að síður verður hægt að byrja að fylla Hálslón í næstu viku. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rennslið í Jökulsá á Dal hafi verið of mikið þessa vikuna en rennslið þurfi að vera í ákveðnu lágmarki svo hægt sé að loka fyrir það, því stefnt er að því að fylla lónið eins hægt og kostur er. Hálslón verður í heild sinni um 57 ferkílómetrar að stærð. Lónið verður langt og mjótt að lögun eða um 25 kílómetra langt og að meðaltali rúmlega tveggja kílómetra breitt. Yfirborð lónsins mun hækka hlutfallslega hvað mest nú í haust vegna þess hversu flatarmál lónsins er lítið næst stíflunni en þar er mesta dýpi lónsins, um 170 metrar. Lítið vatn mun renna í lónið yfir háveturinn en rennslið mun svo aukast aftur um leið og snjó leysir í vor. Framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu lýkur að fullu í vor en þá verður lagður vegur yfir stífluna fyrir almenning. Þá er er nú þegar kominn vegur austanmegin við stífluna meðfram lónbotninum sem opinn almenningi. Ráðgert er að afhending orku úr Kárahnjúkavirkjun hefjist næsta vor.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira