Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu 21. september 2006 13:00 MYND/Róbert Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus-jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið að yfirheyrslum loknum. Við nánari athugun NFS á ferðum þessa fólks þá mun það hafa stolið bíl í Reykjavík í síðustu viku og ekið upp í Borgarfjörð, brotist inn í sumarbústaði, stolið verðmætum og unnið skemmdarverk. Áfram var svo haldið á stolna bílnum til Húsavíkur en þar var hann yfirgefinn eftir að hann varð bensínlaus. Í honum fannst meðal annars þýfi úr Borgarfirði. Á Húsavík var stúlka úr hópnum líka tekin fyrir ölvunarakstur á lánsbíl. En þegar þegar hann og Reykjavíkurbíllinn voru úr sögunni stal hópurinn bíl á Húsavík til að halda suður heiðar og gera standhögg í Árnesi. Hugsanlegt er að hópurinn hafi líka brotist inn í sumarbústað við Þingvallavatn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort lögreglan í Reykjavík ætlar að reyna að fá síbrotamennina, sem gripnir voru í nótt, úrskurðaða í gæsluvarðhald. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus-jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið að yfirheyrslum loknum. Við nánari athugun NFS á ferðum þessa fólks þá mun það hafa stolið bíl í Reykjavík í síðustu viku og ekið upp í Borgarfjörð, brotist inn í sumarbústaði, stolið verðmætum og unnið skemmdarverk. Áfram var svo haldið á stolna bílnum til Húsavíkur en þar var hann yfirgefinn eftir að hann varð bensínlaus. Í honum fannst meðal annars þýfi úr Borgarfirði. Á Húsavík var stúlka úr hópnum líka tekin fyrir ölvunarakstur á lánsbíl. En þegar þegar hann og Reykjavíkurbíllinn voru úr sögunni stal hópurinn bíl á Húsavík til að halda suður heiðar og gera standhögg í Árnesi. Hugsanlegt er að hópurinn hafi líka brotist inn í sumarbústað við Þingvallavatn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort lögreglan í Reykjavík ætlar að reyna að fá síbrotamennina, sem gripnir voru í nótt, úrskurðaða í gæsluvarðhald.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira