Gunnlaugur stjórnarformaður Íslands 21. september 2006 17:19 Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Íslands. Mynd/Pjetur Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarformaður Íslands er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Í tilkynningu um verðlaunin segir að Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, sé aðalhvatamaður að veitingu þessara verðlauna hér á landi en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins er valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. Í tilkynningunni segir ennfremur að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur. Velta hafi aukist um 50% og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100%. TM hefur einnig keypt 5% hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands klukkan fimm í dag. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti honum verðlaunin á ráðstefnu um mikilvægi orðspors sem fram fór á Hótel Nordica á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnarformaður Íslands er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Í tilkynningu um verðlaunin segir að Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, sé aðalhvatamaður að veitingu þessara verðlauna hér á landi en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins er valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. Í tilkynningunni segir ennfremur að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur. Velta hafi aukist um 50% og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100%. TM hefur einnig keypt 5% hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira