Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur 21. september 2006 19:27 Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira