Innlent

Spáir því að verðbólga standi í stað milli mánaða

MYND/GVA

Greiningardeild KB banka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,6 prósent og að verðbólga muni áfram verða 7,6 prósent á ársgrundvelli eins og hún er nú. Segir í verðbólguspá bankans að hækkun á matvöru, fatnaði og húsnæði muni vega þyngst í hækkun vísitölunnar. Greiningardeildin vekur enn fremur athygli á því að eldsneytisverð hafi lækkað mikið að undanförnu og býst hún við áframhaldandi lækkun sem þá hafi áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×