TM semur við norskt tryggingafyrirtæki 25. september 2006 12:37 Bjørn H. Bakke, framkvæmdastjóri Møretrygd, og Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM horfa á Óskar Magnússon, forstjóra TM, undirrita samninginn í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Tryggingamiðstöðin hefur gert samning við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasamstarf á sviði frum- og endurtrygginga. Samningurinn, sem er nýmæli í íslenskum tryggingaviðskiptum, nær til vátrygginga vegna hátt á áttunda hundrað báta og skipa og er því um umtalsverð viðskipti að ræða. Hann er til þriggja ára. Í tilkynningu frá Tryggingamiðstöðinni segir að samningurinn við Møretrygd sé samstarfsverkefni TM og Nemi og markar ákveðin tímamót sem fyrsti samningur sem félögin koma saman að. Ráðgert sé að félögin vinni áfram saman að fleiri verkefnum á erlendum vettvangi en eftir að TM eignaðist Nemi er orðið auðveldara fyrir félagið að bjóða fyrirtækjum á Norðurlöndum þjónustu. Þá segir að bátaábyrgðarfélagið Møretrygd er í Álasundi á vesturströnd Noregs, fyrir norðan Bergen. Félagið er stórt á sínu sviði á norskan mælikvarða og hafi sterka stöðu á sínu markaðssvæði. Þá er Møretrygd gagnkvæmt tryggingafélag á sviði skipatrygginga en það þýðir að viðskiptavinirnir eru meðlimir í félaginu og eiga það og stjórna því. Møretrygd tryggir um það bil 760 fley fyrir vátryggingafjárhæðir sem nema tæpum 70 milljörðum. Árleg iðgjöld nema tæpum 600 milljónum og eigið fé er rúmlega 1,7 milljarðar króna. Møretrygd, sem varð til við röð samruna bátaábyrgðarfélaga gegnum árin, er meðal elstu tryggingafélaga í Noregi. Tvö elstu félögin sem að því standa voru stofnuð á síðustu áratugum nítjándu aldar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hefur gert samning við norska tryggingafyrirtækið Møretrygd um vátryggingasamstarf á sviði frum- og endurtrygginga. Samningurinn, sem er nýmæli í íslenskum tryggingaviðskiptum, nær til vátrygginga vegna hátt á áttunda hundrað báta og skipa og er því um umtalsverð viðskipti að ræða. Hann er til þriggja ára. Í tilkynningu frá Tryggingamiðstöðinni segir að samningurinn við Møretrygd sé samstarfsverkefni TM og Nemi og markar ákveðin tímamót sem fyrsti samningur sem félögin koma saman að. Ráðgert sé að félögin vinni áfram saman að fleiri verkefnum á erlendum vettvangi en eftir að TM eignaðist Nemi er orðið auðveldara fyrir félagið að bjóða fyrirtækjum á Norðurlöndum þjónustu. Þá segir að bátaábyrgðarfélagið Møretrygd er í Álasundi á vesturströnd Noregs, fyrir norðan Bergen. Félagið er stórt á sínu sviði á norskan mælikvarða og hafi sterka stöðu á sínu markaðssvæði. Þá er Møretrygd gagnkvæmt tryggingafélag á sviði skipatrygginga en það þýðir að viðskiptavinirnir eru meðlimir í félaginu og eiga það og stjórna því. Møretrygd tryggir um það bil 760 fley fyrir vátryggingafjárhæðir sem nema tæpum 70 milljörðum. Árleg iðgjöld nema tæpum 600 milljónum og eigið fé er rúmlega 1,7 milljarðar króna. Møretrygd, sem varð til við röð samruna bátaábyrgðarfélaga gegnum árin, er meðal elstu tryggingafélaga í Noregi. Tvö elstu félögin sem að því standa voru stofnuð á síðustu áratugum nítjándu aldar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira