POLSKA 1969-1989 27. september 2006 18:00 Verkfallið í Lenín skipasmíðastöðinni í Gdansk 1988. Þetta verkfall leiddi að lokum til viðræðna milli kommúnistastjórnarinnar í Póllandi og forystumanna verkalýðsfélagsins Samstöðu, og í framhaldinu frjálsra kosninga í Póllandi 1989. Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar. Lífið Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Laugardaginn 30. september kl. 15.00 opnar ljósmyndasýning hins þekkta ljósmyndara Chris Niedenthal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur aðTryggagötu 15. Chris Niedenthal hefur unnið sem fréttaljósmyndari fyrir Newsweek, TIME og Der Spiegel og var m.a. svæðisljósmyndari fyrir alla Austur-Evrópu og Sovétríkin þegar hann vann fyrir tímaritið TIME. Hann var kjörinn alþjóðlegur fréttaljósmyndari árið 1986 (World Press Photo prize). Chris Niedenthal er af pólsku foreldri, með þýskt eftirnafn og breskan ríkisborgararétt — og frá árinu 1998 er hann einnig pólskur ríkisborgari. Foreldar hans yfirgáfu Pólland árið 1939 þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og settust að í London í Englandi að stríði loknu, þar er Chris fæddur árið 1950. Frá þrettán ára aldri fór Chris með foreldrum sínum í sumarheimsóknir til Póllands, hann hreifst af landi og þjóð og strax sem táningur tók tók hann ljósmyndir af því sem fyrir augu bar. Hann hóf nám í London College of Printing og lauk þaðan prófi árið 1972. Árið eftir hélt hann til Póllands til stuttrar dvalar - og er þar enn. Honum fannst þetta vera sinn staður þrátt fyrir harðræðið sem hið kommúníska stjórnkerfi bauð þegnum sínum. Sem fréttaljósmyndari tók Chris Niedenthal myndir af því sem gerði Pólland svo ólíkt vestrænum nágrannalöndum sínum og sýna myndir hans á áhrifamikinn og oft kíminn hátt augnablik úr lífi fólksins í landinu, sýna tíma umbreytinga, sýna samfélag sem með baráttu fólksins losnar undan stjórnarháttum kommúnismans. Í ljósmyndum Chris Niedenthals er hægt að rekja sögu Póllands allt frá því hann kom þangað fyrst upp úr 1960 og fram að þeirri byltingu sem kom með verkalýðssamtökunum Samstöðu og öllum þeim þjóðfélagsbreytingum sem fylgdu í kjölfarið, allt fram á daginn í dag í gjörbreyttu þjóðfélagi. Myndir hans frá árunum 1969 - 1989 sem nú eru til sýnis í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru sterkur vitnisburður um hvíldarlausa baráttu stoltrar þjóðar, sem lét hvorki hervald né hugmyndafræði kúga sig. Sunnudaginn 1. október kl. 15:00 heldur Chris Niedenthal fyrirlestur um verk sín í sýningarsal Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verður hann fluttur á ensku og aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 19. nóvember. Er hún hluti af dagskrá pólskrar menningarhátíðar sem stendur yfir dagana 28. september - 1. október að frumkvæði Vináttufélags Íslendinga og Pólverja. Sýningin er opin 12 - 19 virka daga og 13 - 17 um helgar.
Lífið Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira