Viðskipti innlent

Viðsnúningur í verðbréfasölu

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.

Nettósala á erlendum verðbréfum í ágúst nam rúmum 7 milljörðum króna, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, sem birtar voru eftir lokun markaða í dag. Nettókaup í júlí námu hins vegar 52 milljörðum króna.

Greiningardeild KB banka segir þetta mikinn viðsnúning á milli mánaða en það sem af sér ári sé nettó fjárstreymi vegna viðskipta með erlend verðbréf rúmir 100 milljarðar króna.

Á sama tíma í fyrra var nettó fjárútstreymi um helmingi minna, eða um 56 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×