Þörf á þjóðarsátt 2. október 2006 19:23 Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira