Ætlar ekki að láta nördana skora hjá sér 3. október 2006 21:15 Hér má sjá mynd frá blaðamannafundi sem haldinn var í morgun, en bæði lið ætla sér að skora mikið af mörkum annað kvöld Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Auðunn Helgason hjá Íslandsmeisturum FH á von á því að spila sinn fyrsta leik eftir meiðsli gegn KF Nörd þegar liðin eigast við á Laugardalsvellinum annað kvöld. Auðunn á ekki von á því að fá sæti í byrjunarliðinu en segir ekki koma til greina að láta nördana skora hjá sér meðan hann er innan vallar. Auðunn segist óðum vera að koma til eftir erfið meiðsli og var raunar ný kominn af síðustu æfingu FH á tímabilinu þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég á nú ekki von á því að verða í byrjunarliðinu á morgun, en annars verður byrjunarliðið ekkert kynnt fyrr en skömmu fyrir leik. Það ríkir nokkur leynd yfir þessu hjá okkur líkt og með þessi tromp sem KF Nörd segist vera með uppi í erminni og það kæmi mér ekki á óvart þó þeir hefðu narrað gamla landsliðsmenn til liðs við sig. Við sjálfir erum nú líka með nokkur góð tromp og ég get til að mynda lofað að markvörður okkar á ekki eftir að valda vonbrigðum á morgun," sagði Auðunn, en Daði Lárusson er sem kunnugt er á ferðalagi með íslenska landsliðinu. Auðunn segir að mikil einbeiting sé í hóp FH fyrir leikinn, en viðurkennir að Íslandsmeistararnir búi ekki við sömu lúxusaðstöðu og lið njarða. "Ég frétti að liðsmenn KF Nörd myndu gista á Hótel Nordica í nótt og borðuðu svo fínan morgunverð á Vox í fyrramálið. Svo hafa þeir verið að fá að fara í nudd og svona dúllerí, þannig að það væsir ekki um þá. Við hérna hjá FH erum bara vinnandi menn og erum bara áhugamenn við hliðina á svona mönnum. Það er greinilega mikið lagt í þetta hjá þeim," sagði Auðunn. En eru FH-ingar búnir að leggja línurnar fyrir morgundaginn, líkt og nördarnir sem ætla sér að skora mörg mörk. "Jú, við ætlum sömuleiðis að skora mörg mörk á morgun, en við ætlum líka að halda hreinu," sagði Auðunn og bætti því við að hann mætti ekki vera að því að spjalla því hann þyrfti að fara snemma að sofa fyrir átökin annað kvöld.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki