Viðskipti innlent

Nýr fjárfestingarbanki á Akureyri

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Mynd/Pjetur

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur yfirgefið herbúðir Kaupþings, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin viðskipta bankans. Með honum hverfur á braut hópur starfsmanna úr stöðutöku bankans.

Þorvaldur Lúðvík segir að hópurinn taki þátt í stofnun fyrirtækis í fjármálaþjónustu sem verði með höfuðstöðvar Akureyri. Verkefnið er enn á frumstigi en það er ljóst að fjármögnun þess er tryggð og komast færri fjárfestar að en vilja.

Hann vill þó ekkert gefa upp um hverjir komi að því en Kaupfélag Eyfirðinga er á meðal hluthafa í fyrirtækinu.

Þorvaldur Lúðvík leggur á það áherslu að viðskilnaður hópsins við Kaupþing sé gerður í mesta bróðerni og gangi hann sáttur á brott til móts við ný ævintýri. „Ég var þarna í tíu ár og stofnaði veltubók KB banka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×