Fjöldi blaðamanna á leiðinni til landsins 9. október 2006 12:53 Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com
Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira