Garðar Thór og Katherine Jenkins á ferð um Bretland 10. október 2006 15:00 Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/ Lífið Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Garðar Thór Cortes og Katherine Jenkins áttu stórleik í Laugardalshöll þann 29. apríl sl. Tónleikarnir fengu frábæra dóma og nú eru Garðar og Katherine að leggja upp í tónleikaferð um Bretland. Fyrstu tónleikarnir verða í London mánudaginn 23. október nk. og þeir eru haldnir í Croydon Fairfield og hefjast þeir kl. 20.00. Icelandair býður tónlistaráhugafólki uppá sérstaka ferð til London á þessa frábæru tónleika. Flugmiði til London ásamt miða á tónleikana eru fáanlegir á www.icelandair.is og kosta samtals kr. 34.600,- Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er Katherine Jenkins söluhæsta klassíska söngkona Bretlands bæði fyrr og síðar. Katherine er ung að aldri en á að baki stórbrotinn feril á sviði klassískrar tónlistar. Hún og hennar fólk hafa nú boðið Garðari Thór að vera sérstakur gestur hennar á stórri og mikilli tónleikaferð um Bretland núna í haust. Nú snúast leikar nokkurn veginn við. Hér heima söng Katherine fimm lög og tvo dúetta með Garðari en hann söng tíu lög til viðbótar við dúettana tvo. Í Bretlandi mun Garðar taka fimm lög inní hennar dagskrá og syngja tvo dúetta með henni. Garðar Thór verður kynntur sem sérstakur gestur Katherine Jenkins í öllu kynningar- og auglýsingaefni sem sent verður út og birt í kringum tónleikana. Það verður mikil lyftistöng fyrir alla kynningu á Garðari Thór í Bretlandi því bara auglýsingarnar í kringum tónleikana hlaupa á fleiri tugum milljóna. Markmiðið með því að slást í þessa tónleikaferð er að ná að kynna Garðar Thór og sönglist hans fyrir Bretum og síðan er stefnt á útgáfu plötu með honum í byrjun árs 2007. Miðar á tónleikaferðina fóru í sölu í síðustu viku og nú þegar er uppselt á alla tónleika hennar í Wales en það er hennar heimaland. Miðar á aðra tónleikastaði fara hratt. Fyrir þá sem heilluðust af þeim í Laugardalshöll eða misstu af þeim en vilja nú tryggja sér miða þá er bent á netsíðuna www.aloud.com en þar er hægt að tryggja sér miða á tónleikaferðina. Hér má sjá hlekki þar sem skoða má upplýsingar um ferð þeirra. http://www.gardarthorcortes.com/ http://www.fairfield.co.uk/ http://www.cortes.is/ http://www.katherinejenkins.co.uk/
Lífið Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira