Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent 26. október 2006 09:20 Landsbanki Íslands. Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með. Í tilkynningu frá bankanum kemur m.a. fram að hagnaður fyrir skatta hafi numið 32,2 milljörðum króna samanborið við 23,3 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar rúmum 7,2 milljörðum króna. Þá námu grunntekjur Landsbankasamstæðunnar (vaxtamunur og þjónustugjöld) á fyrstu níu mánuðum ársins 52,3 milljörðum króna en það er 24,6 milljarða króna aukning á milli ára og 89 prósentum meira en á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 33 prósent á ársgrunni. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 42,7 prósent en gengismunur og fjárfestingatekjur námu 12,3 milljörðum króna samanborið við 13,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þá námu tekjur Landsbankans af erlendri starfsemi 30,2 milljörðum króna eða 47 prósentum af heildartekjum bankans samanborið við 6,7 milljarða króna og 16 prósent á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Heildareignir Landsbankans námu námu 1.962 milljörðum króna í lok september síðastliðins og hafa þær aukist um 557 milljarða króna það sem af er ári. Að stórum hluta er aukningin tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar og tilheyrandi verðbólguáhrifa. Heildareignir námu 22,1 milljarði evra í lok september 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þá jukustu innlán viðskiptavina um 54 prósent á tímabilinu. Þau námu 513 milljörðum króna í lok september 2006 og nema innlánin tæplega 40 prósentum af heildarútlánum til viðskiptavina. Eiginfjárhlutfall Landsbankans (CAD) var 15,0 prósent í lok september 2006. Í fréttatilkynningunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoma Landsbankans það sem af er ári sé mjög góð og endurspegli það góða afkomu og vöxt erlendra dótturfélaga og erlendra starfsstöðva móðurfélagsins. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á að fjölga fjármögnunarleiðum bæði með skuldabréfaútgáfum á nýjum mörkuðum og innlánaafurðum á þeim mörkuðum sem við störfum. Stefnir bankinn á að auka það hlutfall enn frekar. Nýjasta innlánaafurð bankans á Bretlandsmarkaði, Icesave, hefur vakið mikla athygli og lofar góðu um framhaldið," segir Sigurjón. Þá segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sömuleiðis að aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar hafi haldið áfram að batna eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. „Bankinn lauk við fyrstu útgáfu sína á bandaríska skuldabréfamarkaðnum á nýliðnum ársfjórðungi. Um var að ræða 2,25 milljarða dollara lán, en heildareftirspurn í útboði lánsins nam um 4 milljörðum dollara. Ber það vott um hversu gott aðgengi Landsbankinn hefur að erlendum lánamörkuðum," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira