Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt 27. október 2006 12:30 Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira