Dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot 31. október 2006 10:59 Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta stúlku. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi konunnar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. Konan segir manninn hafa gengið á eftir sér að fara heim með honum þrátt fyrir að hún hefði í fyrstu neitað. Hann hafi ekið henni að Hjálpræðishernum, þar sem hann hafi búið. Þrátt fyrir neitanir hennar hafi hann haft við hana samræði. Hún hefði sagt "stórt nei" við hann en það hefði ekkert þýtt. Kvað hún sér hafa liðið "dálítið illa í hjartanu" eftir þetta. Maðurinn hélt því fram að hann hefði haft fullt samþykki hennar og hann hafi ekki notfært sér þroskahölun hennar, en fötlun konunnar er alvarleg og augljós. Vitsmunaþroski hennar er eins og hjá 5 til 7 ára gömlu barni að mati sérfræðinga. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, átti að veita fötluðum starfsmönnum aðstoð og leiðbeiningar eftir þörfum varðandi vinnuna, félagslega þætti og sjálfshjálp. Í starflýsingu segir að honum beri að hafa hagsmuni fatlaðra starfsmanna í fyrirrúmi og vera vakandi fyrir líðan þeirra. Það er mat dómsins að manninum gæti ekki dulist konan hefði ekki yfir að ráða andlegum styrk til að standast þrýsting um kynmök af hálfu manns sem hún treysti og var leiðbeinandi hennar. Hann er ekki sagður eiga sér nokkrar málsbætur og er dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vegna alvarleika brotsins þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Maður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 32 ára þroskahefta stúlku. Maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi konunnar á þeim tíma sem brotið átti sér stað. Konan segir manninn hafa gengið á eftir sér að fara heim með honum þrátt fyrir að hún hefði í fyrstu neitað. Hann hafi ekið henni að Hjálpræðishernum, þar sem hann hafi búið. Þrátt fyrir neitanir hennar hafi hann haft við hana samræði. Hún hefði sagt "stórt nei" við hann en það hefði ekkert þýtt. Kvað hún sér hafa liðið "dálítið illa í hjartanu" eftir þetta. Maðurinn hélt því fram að hann hefði haft fullt samþykki hennar og hann hafi ekki notfært sér þroskahölun hennar, en fötlun konunnar er alvarleg og augljós. Vitsmunaþroski hennar er eins og hjá 5 til 7 ára gömlu barni að mati sérfræðinga. Maðurinn, sem starfaði sem stuðningsfulltrúi, átti að veita fötluðum starfsmönnum aðstoð og leiðbeiningar eftir þörfum varðandi vinnuna, félagslega þætti og sjálfshjálp. Í starflýsingu segir að honum beri að hafa hagsmuni fatlaðra starfsmanna í fyrirrúmi og vera vakandi fyrir líðan þeirra. Það er mat dómsins að manninum gæti ekki dulist konan hefði ekki yfir að ráða andlegum styrk til að standast þrýsting um kynmök af hálfu manns sem hún treysti og var leiðbeinandi hennar. Hann er ekki sagður eiga sér nokkrar málsbætur og er dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vegna alvarleika brotsins þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira