Baggalútur með rautt nef 2. nóvember 2006 10:50 Liðsmenn Baggalúts með rauð nef. Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum. Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum.
Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira