Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs 9. nóvember 2006 15:46 Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Í tilkynningu frá Fitch Ratings segir meðal annars að staðfesting á núgildandi lánshæfismati ríkissjóðs með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið er enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat fyrirtækisins á stöðu ríkissjóðs í febrúar. Paul Rawkins, sérfræðingur hjá matsfyrirtækin í London segir: „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerfinu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi og hvernig aðlögunin gæti orðið á endanum". Þá er bent á að íslenska hagkerfið sé í miðju þenslutímabili sem sé drifið áfram á framboðshliðinni með miklum fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði. Til lengri tíma litið er búist við að stóriðjuframkvæmdirnar muni breikka útflutningsgrunn þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur og gera þar með erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins sjálfbærari. Til skamms tíma hafi stóriðjuframkvæmdirnar reynt töluvert á þjóðhagslegan stöðugleika, og breytingar á húsnæðismarkaði aukið enn á vandann ásamt hraðri útrás íslensku bankanna og fyrirtækja, sem hefur verið fjármögnuð með mikilli lántöku á erlendum mörkuðum til tiltölulega skamms tíma. Þá segir ennfremur að bankarnir hafi litið á lánshæfismatið í febrúar þegar horfum fyrir ríkissjóð var breytt úr stöðugum í neikvæðar sem viðvörunarmerki. Þeir hafi því endurskoðað útrásaráform sín og tryggt erlenda endurfjármögnun sína til lengri tíma en mörg lán þeirra falla á gjalddaga á næsta ári. Fitch segir ennfremur að Ísland þurfi að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar, eins og til dæmis Nýja Sjáland hefur gert en það er með álíka lánshæfismat. Lánshæfismat Fitch Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Í tilkynningu frá Fitch Ratings segir meðal annars að staðfesting á núgildandi lánshæfismati ríkissjóðs með neikvæðum horfum endurspegli þá staðreynd að íslenska hagkerfið er enn mjög skuldsett og eigi eftir að takast á við nokkur af meginatriðunum sem dregin voru fram við síðasta mat fyrirtækisins á stöðu ríkissjóðs í febrúar. Paul Rawkins, sérfræðingur hjá matsfyrirtækin í London segir: „Fitch lítur jákvæðum augum á undangengna þróun í fjármálakerfinu sem miðað hefur að því að auka traust og trúverðugleika, en Fitch hefur áfram áhyggjur af þjóðhagslegu ójafnvægi og hvernig aðlögunin gæti orðið á endanum". Þá er bent á að íslenska hagkerfið sé í miðju þenslutímabili sem sé drifið áfram á framboðshliðinni með miklum fjárfestingum í ál- og orkuiðnaði. Til lengri tíma litið er búist við að stóriðjuframkvæmdirnar muni breikka útflutningsgrunn þjóðarinnar, auka gjaldeyristekjur og gera þar með erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins sjálfbærari. Til skamms tíma hafi stóriðjuframkvæmdirnar reynt töluvert á þjóðhagslegan stöðugleika, og breytingar á húsnæðismarkaði aukið enn á vandann ásamt hraðri útrás íslensku bankanna og fyrirtækja, sem hefur verið fjármögnuð með mikilli lántöku á erlendum mörkuðum til tiltölulega skamms tíma. Þá segir ennfremur að bankarnir hafi litið á lánshæfismatið í febrúar þegar horfum fyrir ríkissjóð var breytt úr stöðugum í neikvæðar sem viðvörunarmerki. Þeir hafi því endurskoðað útrásaráform sín og tryggt erlenda endurfjármögnun sína til lengri tíma en mörg lán þeirra falla á gjalddaga á næsta ári. Fitch segir ennfremur að Ísland þurfi að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar, eins og til dæmis Nýja Sjáland hefur gert en það er með álíka lánshæfismat. Lánshæfismat Fitch
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira