Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 17:14 Ásmundur Skeggjason er talsmaður Félags makrílveiðimanna. Vísir/ÞÞ Tólf fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna fá engar skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflahlutdeild á makríl. Ástæðan var sú að krafan var fyrnd. Með frumvarpinu sem varð að lögum í júní 2019 féllu veiðar á makríl undir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Minni útgerðarfyrirtæki gagnrýndu breytingarnar og sögðu að þannig færu miklar heimildir til veiða frá litlu útgerðunum til þeirra stærri. Breytingarnar fólu í sér að ákveðið var við úthlutun kvótans að miða við hversu mikið útgerðirnar veiddu tímabilið 2008 til 2018. Félag makrílveiðimanna vildi að miðað yrði við síðustu þrjú ár eða þrjú bestu veiðitímabilin af síðustu sex. Um er að ræða annað málið sem Félag makrílveiðimanna höfðar á hendur íslenska ríkinu. Fyrra málið var höfðað í janúar 2020 og lauk með frávísun Hæstaréttar frá héraðsdómi vorið 2023. Tekist var á um viðurkenningu á að óheimilt hefði verið að takmarka heimildir félagsmanna til makrílveiða. Sex mánuðum síðar stefndi félagið ríkinu til skaðabóta vegna úthlutunar. Þá voru liðin nokkur ár frá því að lögin tóku gildi en fyrningarfrestur er fjögur ár. Félagið taldi að við frávísun í fyrra málinu hefði myndast nýr fyrningarfrestur en á það féllst Hæstiréttur ekki. Benti rétturinn á að allt frá birtingu laganna í júní 2019 hefðu legið fyrir upplýsingar um að lögin myndu leiða til skerðingar fjárhagslegra hagsmuna félagsmanna og þar með valda þeim tjóni. Fyrningarfresturinn hefði í síðasta lagi byrjað við úthlutun Fiskistofu á aflamarki makríls í ágúst það ár. Ekki hefði skipt máli þótt ekki hefði verið hægt að staðreyna nákvæmlega endanlega fjárhæð tjónsins. Ekki var fallist á endurnýjaðan fyrningarfrest við dómsuppsögu í fyrra málinu enda væru sakarefni í málunum ólík. Sjávarútvegur Dómsmál Makrílveiðar Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Með frumvarpinu sem varð að lögum í júní 2019 féllu veiðar á makríl undir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Minni útgerðarfyrirtæki gagnrýndu breytingarnar og sögðu að þannig færu miklar heimildir til veiða frá litlu útgerðunum til þeirra stærri. Breytingarnar fólu í sér að ákveðið var við úthlutun kvótans að miða við hversu mikið útgerðirnar veiddu tímabilið 2008 til 2018. Félag makrílveiðimanna vildi að miðað yrði við síðustu þrjú ár eða þrjú bestu veiðitímabilin af síðustu sex. Um er að ræða annað málið sem Félag makrílveiðimanna höfðar á hendur íslenska ríkinu. Fyrra málið var höfðað í janúar 2020 og lauk með frávísun Hæstaréttar frá héraðsdómi vorið 2023. Tekist var á um viðurkenningu á að óheimilt hefði verið að takmarka heimildir félagsmanna til makrílveiða. Sex mánuðum síðar stefndi félagið ríkinu til skaðabóta vegna úthlutunar. Þá voru liðin nokkur ár frá því að lögin tóku gildi en fyrningarfrestur er fjögur ár. Félagið taldi að við frávísun í fyrra málinu hefði myndast nýr fyrningarfrestur en á það féllst Hæstiréttur ekki. Benti rétturinn á að allt frá birtingu laganna í júní 2019 hefðu legið fyrir upplýsingar um að lögin myndu leiða til skerðingar fjárhagslegra hagsmuna félagsmanna og þar með valda þeim tjóni. Fyrningarfresturinn hefði í síðasta lagi byrjað við úthlutun Fiskistofu á aflamarki makríls í ágúst það ár. Ekki hefði skipt máli þótt ekki hefði verið hægt að staðreyna nákvæmlega endanlega fjárhæð tjónsins. Ekki var fallist á endurnýjaðan fyrningarfrest við dómsuppsögu í fyrra málinu enda væru sakarefni í málunum ólík.
Sjávarútvegur Dómsmál Makrílveiðar Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fríverslunarsamningur nauðsynlegur Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira