Sendiherra segir árás hafa verið mistök 14. nóvember 2006 21:11 Mótmælendur fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag. MYND/Gunnar Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur. Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Utanríkisráðherra afhenti í morgun sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels, þar sem morðum á óbreyttum borgurum á Gaza í síðustu viku var harðlega mótmælt. Það sama gerði formaður Samfylkingarinnar á snubbóttum fundi með sendiherranum á Alþingi í dag. Miryam Shomrat sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Osló, er hér í þriggja daga heimsókn. Í morgun kom hún til fundar við Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, þar sem mótmælendur hugðust afhenda henni mótmælabréf. Tæplega 100 mannsvoru mætt hér fyrir utanríkisráðuneytið í morgun til að mótmæla framferði Ísraelshers í Palestínu. Skilboð þeirra sem voru að mótmæla hér voru öll þau sömu, að Ísraelsmenn ættu að hypja sig frá herteknu svæðunum. Sendiherrann var hins vegar komin í ráðuneytið á undan mótmælendum og fór þaðan út um bakdyr, þannig að mótmælendur náðu aldrei að afhenda henni mótmæli sín. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína sagði: Það er mjög mikilvægt að hún átti sig á því að þegar hún kemur hingað í kjölfar þessara óhugnalegu blóðbaða og er vafalítið samkvæmt sínu starfsumboði að útskýra og réttlæta gerðir Ísraelshers, þar á meðal fjöldamorðið núna á Gaza, Þá er mjög mikilvægt að hún fái það að heyra og hennar yfirboðarar að Íslendingar hafi ekkert við Ísraelsstjórn að tala. Utanríkisráðherra afhenti sendiherranum bréf til utanríkisráðherra Ísraels. Valgerður sagði að þar kæmi fram að íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelshers á íbúðarhverfi á Gaza nýlega þar sem að óbreyttir borgarar létu lífið, þar á meðal konur og börn. Valgerður segist jafnframt hafa sagt sendiherranum að íslensk stjórnvöld viðurkenndu rétt Ísraela til að verja sig samkvæmt alþjóðalögum. En að aðgerðir Ísraelshers á Gaza hefðu einungis orðið til þess að hella olíu á eldinn. Valgerður sagði ennfremur að Ísraelar héldu því fram að þarna hefði verið um svokölluð tæknileg mistök að ræða, eins langt eins og það nær að skýra hlutina með þeim hætti - HMP: Finnst þér þessar skýringar trúverðugar, að þarna hafi tæknileg mistök verið á ferðinni - Mér finnst óskaplega erfitt, eins og ég sagði henni, að tala um hluti sem þessa sem tæknileg mistök, svona alvarlega hluti. En ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Það vissulega er notuð tækni við árásir sem þessar og þar af leiðandi geta átt sér stað mistök við þá notkun á tækninni en mér finnst ekki að það sé nein afsökun en þetta getur verið útskýring. Aðspurð sagði sendiherrann að viðbrögð íslenska utanríkisráðherrans hefðu ekki komið sér á óvart. Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað. Sendiherrann átti einnig fundi með forseta Alþingis og formanni Samfylkingarinnar í dag. Við greinum nánar frá heimsókn sendiherrans í Íslandi í dag hér rétt á eftir og birtum þá ítarlegri viðtöl við sendiherrann, íslenska stjórnmálamenn og mótmælendur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira