Líknarsamtök fá 20% af sölu 15. nóvember 2006 18:52 Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs. Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs.
Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira