Fötluð börn fá lengda viðveru 17. nóvember 2006 12:11 Eftir áramót eiga öll fötluð börn á aldrinum tíu til sextán ára kost á lengdri viðveru í grunnskólum eftir að kennslu lýkur. Félagsmálaráðherra kynnti samkomulag um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga á ríkisstjórnarfundi í morgun, en deilur um kostnaðarskiptinguna hafa komið í veg fyrir að fatlaðir njóti þessarar þjónustu. Lengd viðvera heitir sá tími sem börn eru í skóla eftir að hefðbundinni kennslu lýkur og fram til klukkan fimm á daginn. Á þeim tíma geta þau meðal annars fengið aðstoð við heimanám. Óskýrt er í lögum hver ber kostnaðinn af lengdri viðveru fatlaðra barna og ríki og sveitarfélög hafa deilt um það hver eigi að borga. Því hefur ráðuneytið verið í viðræðum við Samband sveitarfélaga um hvernig megi leysa kostnaðinn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra fékk heimild á ríkisstjórnarfundi í morgun til að ganga frá samkomulagi um þessi mál við sveitarfélögin.Áætlað er að um tvöhundruð og fjörutíu fötluð börn séu í fimmta til tíunda bekk en óvíst er hversu mörg eiga eftir að nýta sér það að fá að vera lengur í skólanum. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að kostnaðurinn falli jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga en áætlaður kostnaður er um 120 milljónir króna á ári. Samkomulagið tekur gildi um áramótin og verður væntanlega til tveggja ára.Duration:0'07"] Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Eftir áramót eiga öll fötluð börn á aldrinum tíu til sextán ára kost á lengdri viðveru í grunnskólum eftir að kennslu lýkur. Félagsmálaráðherra kynnti samkomulag um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga á ríkisstjórnarfundi í morgun, en deilur um kostnaðarskiptinguna hafa komið í veg fyrir að fatlaðir njóti þessarar þjónustu. Lengd viðvera heitir sá tími sem börn eru í skóla eftir að hefðbundinni kennslu lýkur og fram til klukkan fimm á daginn. Á þeim tíma geta þau meðal annars fengið aðstoð við heimanám. Óskýrt er í lögum hver ber kostnaðinn af lengdri viðveru fatlaðra barna og ríki og sveitarfélög hafa deilt um það hver eigi að borga. Því hefur ráðuneytið verið í viðræðum við Samband sveitarfélaga um hvernig megi leysa kostnaðinn. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra fékk heimild á ríkisstjórnarfundi í morgun til að ganga frá samkomulagi um þessi mál við sveitarfélögin.Áætlað er að um tvöhundruð og fjörutíu fötluð börn séu í fimmta til tíunda bekk en óvíst er hversu mörg eiga eftir að nýta sér það að fá að vera lengur í skólanum. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að kostnaðurinn falli jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga en áætlaður kostnaður er um 120 milljónir króna á ári. Samkomulagið tekur gildi um áramótin og verður væntanlega til tveggja ára.Duration:0'07"]
Fréttir Innlent Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira