Flóð í uppsiglingu 18. nóvember 2006 06:00 Íslenskan á ekki mörg hugtök sem eru gjörsamlega óþýðanleg, en í hópi þeirra er „jólabókaflóð". Reynið að útskýra þetta fyrirbæri fyrir útlendingum og þið munuð komast að því að það er gjörsamlega vonlaust. Reynið að útskýra það að drjúgur hluti af allri bóksölu eigi sér stað í tvo mánuði, nóvember og desember; að bókabúð sem ekki er opin á Þorláksmessu geti ekki gert sér vonir um mikla sölu það árið; að rithöfundar sem taka sig hátíðlega miði skrif sín við að bókin komi út í nóvember; að bókaútgefendur þjóni jólabókamarkaðnum markvisst með því að gefa út bókatíðindi í nóvember. Hvernig eiga framandi þjóðir að geta séð fyrir sér bókabúðir „bókaþjóðarinnar" hálftómar allan ársins hring á meðan væntanlegir lesendur sitja heima fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir næstu jólavertíð? Þannig umgengst ekki nokkur önnur þjóð nýsköpun á sviði bókmennta. Hver stendur á bak við þetta? Hver hagnast á þessu? Ekki eru það bóksalarnir. Það mundi augljóslega minnka álag og yfirvinnu ef hægt væri að dreifa bóksölu jafnt yfir árið, eins og tíðkast alls staðar annars staðar en á Íslandi. Af sömu ástæðum hafa bókaútgefendur lítinn hag af því að vera í stöðugri upphitun allt árið fyrir stuttan endasprett sem ræður úrslitum um afkomuna. Það getur heldur ekki verið mikið hagsmunamál fyrir útgefanda að þurfa að gefa 30% afslátt af „föstu verði" nýrrar og spennandi bókar daginn sem hún kemur. Ekki eru það rithöfundarnir sem þrá það að sjá bækur sínar týnast í stöflum á Þorláksmessu, innan um allan hinar bækurnar sem einmitt þurftu að koma út nokkrum vikum fyrir jól. Ekki græða þeir á undirboðunum á jólabókamarkaðnum, þegar reglurnar um fast verð bóka eru skyndilega teknar úr sambandi í nokkrar vikur. Ekki er það hagsmunamál rithöfundar að lesa snöggsoðna gagnrýni um bók sína í dagblaði, samda af þreyttum bókmenntarýni sem þarf að lesa allar bækur ársins á nokkrum vikum. Eru það lesendurnir sem hagnast? Eru íslenskir lesendur virkilega þeirrar gerðar að þeir vilji lesa yfir sig á nokkrum vikum; að bókaskápar heimilanna séu lokaðir yfir árið þar til þeir fyllast á aðfangadag? Það mætti hafa um það mörg orð, hvert sé æskilegt samband lesanda og bókar. Eitt er þó víst, að fáir bókaunnendur mæla með árstíðabundnum skyndikynnum á þessu sviði. Á jólabókaflóðinu finnast engar rökréttar skýringar. Það er enn einn vitnisburðurinn um molbúahátt Íslendinga, sem halda ennþá að landið sé verstöð og að ekkert starf sé nokkurs virði nema hægt sé að vinna það í skorpum. Jólabókaflóðið sem fyrirbæri segir mikinn sannleika um Íslendinga og það virðingarleysi sem þjóðin sýnir bókmenntaarfinum. Það er ekki komið til vegna samsæris hagsmunaaðila, þvert á móti. Það er sinnuleysi okkar sjálfra sem veldur því að ekki er hægt að breyta þessum ósið. Eflaust er margt fólk íhaldssamt í eðli sínu og finnur einhverja rómantík við það að bækur flæði yfir það í holskeflum fremur en sem lygn straumur. Það er líka hægt að venja sig á að borða súran og ónýtan mat af einskærri fortíðarþrá. Sem betur fer höfum við matvælaráð sem varar fólk við vondri meðhöndlun á mat, en hverjir ætla að taka að sér að vara þjóðina við illri meðferð á bókum? Það er kominn tími til að Íslendingar reisi garða til að verjast jólabókaflóðinu. Við eigum ekki að dekra við ósiði okkar, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Stöðvum jólabókaflóðið í eitt skipti fyrir öll og gerumst bókaþjóð í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Íslenskan á ekki mörg hugtök sem eru gjörsamlega óþýðanleg, en í hópi þeirra er „jólabókaflóð". Reynið að útskýra þetta fyrirbæri fyrir útlendingum og þið munuð komast að því að það er gjörsamlega vonlaust. Reynið að útskýra það að drjúgur hluti af allri bóksölu eigi sér stað í tvo mánuði, nóvember og desember; að bókabúð sem ekki er opin á Þorláksmessu geti ekki gert sér vonir um mikla sölu það árið; að rithöfundar sem taka sig hátíðlega miði skrif sín við að bókin komi út í nóvember; að bókaútgefendur þjóni jólabókamarkaðnum markvisst með því að gefa út bókatíðindi í nóvember. Hvernig eiga framandi þjóðir að geta séð fyrir sér bókabúðir „bókaþjóðarinnar" hálftómar allan ársins hring á meðan væntanlegir lesendur sitja heima fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir næstu jólavertíð? Þannig umgengst ekki nokkur önnur þjóð nýsköpun á sviði bókmennta. Hver stendur á bak við þetta? Hver hagnast á þessu? Ekki eru það bóksalarnir. Það mundi augljóslega minnka álag og yfirvinnu ef hægt væri að dreifa bóksölu jafnt yfir árið, eins og tíðkast alls staðar annars staðar en á Íslandi. Af sömu ástæðum hafa bókaútgefendur lítinn hag af því að vera í stöðugri upphitun allt árið fyrir stuttan endasprett sem ræður úrslitum um afkomuna. Það getur heldur ekki verið mikið hagsmunamál fyrir útgefanda að þurfa að gefa 30% afslátt af „föstu verði" nýrrar og spennandi bókar daginn sem hún kemur. Ekki eru það rithöfundarnir sem þrá það að sjá bækur sínar týnast í stöflum á Þorláksmessu, innan um allan hinar bækurnar sem einmitt þurftu að koma út nokkrum vikum fyrir jól. Ekki græða þeir á undirboðunum á jólabókamarkaðnum, þegar reglurnar um fast verð bóka eru skyndilega teknar úr sambandi í nokkrar vikur. Ekki er það hagsmunamál rithöfundar að lesa snöggsoðna gagnrýni um bók sína í dagblaði, samda af þreyttum bókmenntarýni sem þarf að lesa allar bækur ársins á nokkrum vikum. Eru það lesendurnir sem hagnast? Eru íslenskir lesendur virkilega þeirrar gerðar að þeir vilji lesa yfir sig á nokkrum vikum; að bókaskápar heimilanna séu lokaðir yfir árið þar til þeir fyllast á aðfangadag? Það mætti hafa um það mörg orð, hvert sé æskilegt samband lesanda og bókar. Eitt er þó víst, að fáir bókaunnendur mæla með árstíðabundnum skyndikynnum á þessu sviði. Á jólabókaflóðinu finnast engar rökréttar skýringar. Það er enn einn vitnisburðurinn um molbúahátt Íslendinga, sem halda ennþá að landið sé verstöð og að ekkert starf sé nokkurs virði nema hægt sé að vinna það í skorpum. Jólabókaflóðið sem fyrirbæri segir mikinn sannleika um Íslendinga og það virðingarleysi sem þjóðin sýnir bókmenntaarfinum. Það er ekki komið til vegna samsæris hagsmunaaðila, þvert á móti. Það er sinnuleysi okkar sjálfra sem veldur því að ekki er hægt að breyta þessum ósið. Eflaust er margt fólk íhaldssamt í eðli sínu og finnur einhverja rómantík við það að bækur flæði yfir það í holskeflum fremur en sem lygn straumur. Það er líka hægt að venja sig á að borða súran og ónýtan mat af einskærri fortíðarþrá. Sem betur fer höfum við matvælaráð sem varar fólk við vondri meðhöndlun á mat, en hverjir ætla að taka að sér að vara þjóðina við illri meðferð á bókum? Það er kominn tími til að Íslendingar reisi garða til að verjast jólabókaflóðinu. Við eigum ekki að dekra við ósiði okkar, hvorki sem einstaklingar né þjóð. Stöðvum jólabókaflóðið í eitt skipti fyrir öll og gerumst bókaþjóð í verki.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun