Mannakorn með jóladisk 21. nóvember 2006 15:15 Mannakorn gefur frá sér hugljúfa jólaplötu fyrir jólin. Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Einnig: 26. nóv kl. 16.00 í Dalvíkurkirkju 29. nóv kl. 20.00 í Selfosskirkju 30. nóv kl. 20.00 í Bústaðarkirkju Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500. Hljómsveitina skipa Maggi og Pálmi ásamt góðum gestum. Á disknum eru sígildar jólaperlur, þar á meðal lagið Gleði og friðarjól sem vann huga og hjörtu landsmanna þegar það kom út fyrir 20 árum. Hugljúf jólastemmning svífur yfir vötnum þessa fallega disks. Einvalalið hljóðfæraleikara kemur við sögu á Jólum með Mannakornum. Agnar Már Magnússon spilar á píanó og Hammond-orgel. Pálmi plokkar auðvitað bassann og syngur og Magnús Eiríksson syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Gunnlaugur Briem sér um trommuleik. Auk þess á Óskar Guðjónsson fína spretti á sópransaxófón. Til að skreyta diskinn enn frekar hafa þeir félagar fengið til liðs við sig hina efnilegu söngkonu Hrund Ósk Árnadóttur sem syngur jólalögin með djassblúsuðu ívafi. Fjölskyldu stemmningin er heldur ekki langt undan því gestasöngvarar á disknum eru systkinin Sigurður og Ragnheiður Helga Pálmabörn. Lífið Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Einnig: 26. nóv kl. 16.00 í Dalvíkurkirkju 29. nóv kl. 20.00 í Selfosskirkju 30. nóv kl. 20.00 í Bústaðarkirkju Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500. Hljómsveitina skipa Maggi og Pálmi ásamt góðum gestum. Á disknum eru sígildar jólaperlur, þar á meðal lagið Gleði og friðarjól sem vann huga og hjörtu landsmanna þegar það kom út fyrir 20 árum. Hugljúf jólastemmning svífur yfir vötnum þessa fallega disks. Einvalalið hljóðfæraleikara kemur við sögu á Jólum með Mannakornum. Agnar Már Magnússon spilar á píanó og Hammond-orgel. Pálmi plokkar auðvitað bassann og syngur og Magnús Eiríksson syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Gunnlaugur Briem sér um trommuleik. Auk þess á Óskar Guðjónsson fína spretti á sópransaxófón. Til að skreyta diskinn enn frekar hafa þeir félagar fengið til liðs við sig hina efnilegu söngkonu Hrund Ósk Árnadóttur sem syngur jólalögin með djassblúsuðu ívafi. Fjölskyldu stemmningin er heldur ekki langt undan því gestasöngvarar á disknum eru systkinin Sigurður og Ragnheiður Helga Pálmabörn.
Lífið Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira